Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 22. ágúst 2001 kl. 09:48

Menningarpóstkort til minningar um Ljósanótt

Markaðsskrifstofa Reykjanesbæjar og Sparisjóðurinn í Keflavík hafa sameinast í útgáfu nýrra póstkorta. Um er að ræða myndir af menningarhúsnæði bæjarins og listaverkum eftir listamenn Reykjanesbæjar.
Kortunum er ætlað að vekja athygli á menningarlífi bæjarins og mun andvirði þeirra renna til menningarmála. Kortin verða til sölu á hefðbundnum kortasölustöðum og Bókasafni Reykjanesbæjar. Á kortunum má m.a. sjá Stekkjarkot, Duushúsin og Innri-Njarðvíkurkirkju. Á þremur kortanna eru listaverk eftir myndlistamennina, Erling Jónsson, Höllu Haralds og Sossu, en þau hafa öll hlotið tilnefninguna; listamaður Reykjanesbæjar.
Tilvalið er fyrir bæjarbúa að senda þessi núna kort til vina og kunningja víða um land til að minna á Ljósanótt 1. september næstkomandi. Oddgeir Karlsson ljósmyndari vann myndirnar á kortin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024