Menningarnótt: Mikill mannfjöldi naut dagskrár Reykjanesbæjar
Mikill mannfjöldi lagði leið sína í Ráðhús Reykjavíkur um helgina þar sem Reykjanesbær var í gestahlutverki á Menningarnótt. Boðið var upp á metnaðarfulla dagskrá allan laugardaginn þar sem listafólk úr bæjarfélaginu lét ljós sitt skína. Er óhætt að segja að fullt hafi verið út að dyrum og var ekki annað að sjá en viðstaddir hafi skemmt sér vel.
Tónlistin var í öndvegi í dagskránni enda ekki annað við hæfi í bæjarfélagi sem hefur fóstrað margt tónlistarfólkið. Meðal þeirra sem komu fram var Léttsveit TR, óperusöngvarar, harmonikkuunnendur, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Hjálmar og rokksveit Rúnars Júlíussonar.
Myndir/ Tómas Knútsson.