Menningar- og sögutengd gönguferð í Sandgerði
Mæting er við sundlaugina í Sandgerði, sunnudaginn 30. ágúst kl 11. Gengin gömul þjóðleið með leiðsögn frá Fuglavík upp á Sandgerðisveg, að Bæjarskerjum og þaðan í Fuglavík. Svæðið býr yfir ótal mörgum sögum og minjum. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn undir 12 ára aldri. Vegalengdin er um 6 km og tekur 3 – 4 tíma með stoppum. Gott er að vera í góðum gönguskóm og með nesti. Gengið á mel og í grasi. Sjá nánar um Sandgerðisdaga og aðra þjónustu á www.sandgerdi.is
Gangan er ellefta ferðin af tólf menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða með leiðsögn sumarið ´09. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 4 - 12 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá veglega vinninga. Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir. Allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar um ferðir
Sigrún Jónsd. Franklín
www.sjfmenningarmidlun.is
[email protected]/gsm. 6918828