Menningar- og sögutengd gönguferð í Garði
Mæting er við bæjarskiltið við innkomuna í Garð við Garðbraut, sunnudaginn 16. ágúst kl 11. Gengið verður með leiðsögn um hluta af gamalli þjóðleið Garðstíg sem lá til Keflavíkur. Til baka verður gengið með ströndinni. Svæðið býr yfir ótal mörgum sögum og minjum. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn undir 12 ára aldri. Vegalengdin er um 6 km og tekur 3 – 4 tíma með stoppum. Gott er að vera í góðum gönguskóm og með nesti. Gengið í hrauni og grasi. Sjá nánar um Garð og aðra þjónustu á www.sv-gardur.is Ferðamálasamtök Suðurnesja styrkja ferðina. Samtökin hafa staðið fyrir því að láta stika gamlar þjóðleiðir á Reykjanesskaganum, útbúa myndkort af svæðinu og gáfu út tvo bæklinga, gönguleiðalýsingar fyrir Garðstíg og Sandgerðisveg ´08.
Gangan er tíunda ferðin af tólf menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða með leiðsögn sumarið ´09. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 4 - 12 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá veglega vinninga. Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir. Allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar um ferðir
Sigrún Jónsd. Franklín
www.sjfmenningarmidlun.is
[email protected]/gsm. 6918828