Menningar- og sögutengd ganga um Þórkötlustaðanes - sögusvið sjósóknar og útgerðar í Grindavík
Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar, Saltfiskssetursins og Björgunarsveitarinnar Þorbjörns verður laugardaginn 3. nóvember og hefst kl. 13:00. Gangan byrjar við nýja söguskiltið af Þórkötlustaðanesinu, sögusviði sjósóknar og útgerðar.
Skiltið er staðsett rétt fyrir ofan gömlu bryggjuna.
Genginn verður stuttur hringur á Nesinu frá skiltinu að rústum Þórshamars og fleiri húsa sem voru á Nesinu. Gengið spölkorn með ströndinni og horft yfir Þórkötlustaðasund þar sem fornkonan Þórkatla mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast. Gengið verður að gömlu þurrkbyrgjunum í Strýthólahrauni og í áttina að vitanum. Ýmislegt verður skoðað sem fyrir augu ber á leiðinni. Leiðsögumenn sjá um fræðsluna. Reynt verður að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í lok göngu er boðið upp á afmæliskaffi hjá Björgunarsveitinni Þorbirni við Seljabót.
Gangan tekur rúman klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið er í grasi að mestu og því er gott að vera í góðum skó.
www.grindavik.is
Mynd: Til að sigla rétta leið inn Þórkötlustaðasundið í Grindavík var tekið mið af sundvörðum. Mynd ÓSÁ.
Skiltið er staðsett rétt fyrir ofan gömlu bryggjuna.
Genginn verður stuttur hringur á Nesinu frá skiltinu að rústum Þórshamars og fleiri húsa sem voru á Nesinu. Gengið spölkorn með ströndinni og horft yfir Þórkötlustaðasund þar sem fornkonan Þórkatla mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast. Gengið verður að gömlu þurrkbyrgjunum í Strýthólahrauni og í áttina að vitanum. Ýmislegt verður skoðað sem fyrir augu ber á leiðinni. Leiðsögumenn sjá um fræðsluna. Reynt verður að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í lok göngu er boðið upp á afmæliskaffi hjá Björgunarsveitinni Þorbirni við Seljabót.
Gangan tekur rúman klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið er í grasi að mestu og því er gott að vera í góðum skó.
www.grindavik.is
Mynd: Til að sigla rétta leið inn Þórkötlustaðasundið í Grindavík var tekið mið af sundvörðum. Mynd ÓSÁ.