Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menningar- og góðgerðarkvöld NFS í fyrsta sinn
Hljómsveitin AVóKA mun koma fram.
Miðvikudagur 11. nóvember 2015 kl. 20:14

Menningar- og góðgerðarkvöld NFS í fyrsta sinn

Nemendafélag Fjölbrautarskóla Suðurnesja stendur fyrir menningar- og góðgerðarkvöldi annað kvöld á sal skólanns. Þar verður blásið upp keppni um flottustu listaverkin og fatahönnunina en gestir sýningarinnar kjósa um hvað ber sigur úr býtum á meðan hljómsveitin AVóKA spilar fyrir gesti, en sú hljómsveit er aðeins skipuð fólki frá Suðurnesjum og margir fyrrverandi nemendur FS. Einnig verða dómarar a dæma verkin en veglegir vinningar eru í boði. Góðgerðarráð nemendafélagsins stendur einnig fyrir sölu á listaverkum og allur ágóði rennur til styrktar Barnaheill. Húsið opnar klukkan átta og kostar litlar 500 kr inn.

Hægt er að kynna sér viðburðinn nánar með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024