Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menning auðgar samfélagið
Þriðjudagur 14. mars 2023 kl. 17:52

Menning auðgar samfélagið

Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurnesjum verður loks haldin á ný um næstu helgi, 18. og 19. mars, eftir nokkurra ára hlé vegna Covid. 

Það er ávallt mikil gleði sem fylgir þessari helgi, þar sem söfn, setur og sýningar á Suðurnesjum taka sig saman og opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Markmiðið er að kynna þau fjölbreyttu verkefni sem unnið er að allt árið og þá grósku sem fylgir menningarstarfi á hinum ýmsu starfsstöðvum víðs vegar um svæðið. Það er mikilvægur hlekkur í hverju samfélagi að búa við og eiga möguleika á að taka þátt í fjölbreyttu menningarstafi, en það er ekki sjálfgefið að það lifi og dafni líkt og það gerir hér á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samstarf með sögu

Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginlegt verkefni allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í því að kynna menningu á heilu landssvæði fyrir landsmönnum öllum og hefur það tekist vel með aukinni aðsókn árlega auk þess sem Safnahelgi hefur fest sig í sessi í svo langan tíma eins og raun ber vitni.

Frábær dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Safnahelgin í ár er uppfull af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum fyrir fjölskylduna um allan Reykjanesskagann. Á meðal þess sem boðið er upp á í ár eru tónlistaruppákomur, bókakynningar, kvikmyndasýningar, einka-söfn og sýningar opna fyrir gesti, Skessan í hellinum tekur á móti gestum eftir smá hlé, víkingasýning og sölubásar, ævintýraveröld í Þekkingarsetrinu og listasmiðja í Duus-húsum. Og svo er tilvalið fyrir fjölskylduna alla að taka rúnt um Suðurnesin og taka þátt í ratleik sem settur hefur verið upp í tilefni helgarinnar.

Inn á vefsíðu Safnahelgar á Suðurnesjum, safnahelgi.is má finna alla dagskrá helgarinnar, auk upplýsinga um þau söfn og sýningar sem taka þátt í ár.