Menning á Suðurnesjum í bók
Menningarráð Suðurnesja hefur ákveðið að gefa út kynningarbók um fjölbreytta menningu á Suðurnesjum. Hlutverk Menningarráðs er meðal annars að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á Suðurnesju og standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum og nýsköpun. Útgáfa þessarar bókar er liður í þessu starfi. Von okkar er að bókin muni nýtast einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögunum, stéttarfélögum, ferðaþjónustuaðilum og ýmsum fleirum. Reiknað er með að líftími bókarinnar verði að minnsta kosti 2 ár. Upplýsingar í bókinni verða á íslensku og ensku.