Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 12:32

Menn vikunnar

Súrar gúrkur vondur þorramatur Nafn: Magnús Þórisson Fædd/-ur hvar og hvenær: 4. júní 1970 í Reykjavík Stjörnumerki: Tvíburar Atvinna: Kokkur Laun: Misjöfn Maki: Ólafía Marelsdóttir Börn: Ragnheiður Eir og Markús Már Bifreið: Galant Besti bíll: Transporterinn þegar ég er í góðu skapi Versti bíll: Transporterinn þegar ég er í vondu skapi Uppáhaldsþorramatur: Súrmaturinn frá Matarlyst Versti þorramatur: Illa sýrður súrmatur Besti drykkur: Ég ætla að vera þjóðlegur og segja frosið brennivín með hákarli Skemmtilegast við þorrann: Hvað þorrablótin eru vinsæl hjá unga fólkinu Leiðinlegast við þorrann: Veðurfarið sem getur oft verið leiðinlegt Gæludýr: Gullfiskarnir í eldisbúrinu okkar í Matarlyst Skemmtilegast í vinnunni: Þegar nóg er að gera, eins og núna á þorra. Leiðinlegast í vinnunni: Þegar ég er seinn með hádegismatinn (gerist örsjaldan) Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Jákvæðni, dugnað og tillitssemi En verst: Tillitssleysi og óheiðarleika Draumastaðurinn: Nýja Matarlystarhúsið Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Brjóstin Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Ég hef ekki komið auga á hana ennþá Spólan í tækinu: Ávaxtakarfan Bókin á náttborðinu: Vaskur fer á flakk Uppáhalds blað/tímarit: Víkurfréttir Besti stjórnmálamaðurinn: Össur þegar hann er í bullskapi (semsagt alltaf) Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Eldhús sannleikans (ha, ha, ha) Íþróttafélag: Fóboltafélagið Gormarnir úr Grænuhlíð Uppáhaldskemmtistaður: Nýja Reykjaneshöllin er skemmtilegasti staður sem ég hef farið á nýlega. Þægilegustu fötin: Kokkagallinn Framtíðaráform: Byggja upp vinalegan og hlýjan stað fyrir íbúa Suðurnesja Spakmæli: Leggðu hjartað í eldamennskuna, þá átt þú eftir að gleðja mörg hjörtu. Nafn: Rúnar Már Smárason Fædd/-ur hvar og hvenær: 26. júní 1971 á Akureyri Stjörnumerki: Krabbi# Atvinna: Matreiðslumaður Laun: Samkvæmt samningum matvís Maki: Guðbjörg Eva Halldórsdóttir Börn: Tinna Rún Bifreið: Volkswagen Caddy Besti bíll: Hef ekki prufað hann Versti bíll: Fiat Polones Uppáhaldsþorramatur: Hákarl Versti þorramatur: Súrar gúrkur Besti drykkur: Það sem við á hverju sinni Skemmtilegast við þorrann: Svipurinn á fólki þegar það smakkar „karlinn“ Leiðinlegast við þorrann: Pottréttir á þorrablóti Gæludýr: Fiskar Skemmtilegast í vinnunni: Matartíminn Leiðinlegast í vinnunni: Þegar illa gengur Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleiki En verst: Óheiðarleiki Draumastaðurinn: Ítalía Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Allir Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Gellan í American Pie Spólan í tækinu: Analyze This Bókin á náttborðinu: Wite Heat (Marco Pierre Wite) Uppáhalds blað/tímarit: Mogginn Besti stjórnmálamaðurinn: Dabbi tæklari Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Vinir Íþróttafélag: IA, IBK og Njarðvík Uppáhaldskemmtistaður: Sjallinn á Akureyri Þægilegustu fötin: Náttfötin Framtíðaráform: Vinna fyrir fríið Spakmæli: Það er engum að treysta, ekki einu sinni sjálfum sér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024