Mendez í lögreglufylgd
Tveir lukkulegir lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hittu fyrir þokkadísina Evu Mendez þar sem hún var á ferð um Flugstöðina. Þeir gátu með engu móti staðist freistingu varðandi það að fá mynd af sér með þokkagyðjunni sem var að ná flugi þar í morgun eins og við greindum frá fyrir skömmu.
Eva Mendes var hin vingjarnlegasta og var alveg til í myndatöku. Leikkonan hafði eitthvað á orði að hún liti ekki vel út og væri illa sofin. Það má þó deila um það.
„Okkar menn voru auðvitað langt í frá sammála því! Það er ekki laust við að það hafi örlað á hraðari hjartslætti, sveittum lófum og titrandi hnjám við þessa myndatöku.....og jú...löggustrákarnir voru nokkuð spenntir yfir þessu líka,“ segir á facebook-síðu Lögreglunar á Suðurnejunum.