Meistararnir úr leik
Grindavíkurbær þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Snæfellsbæ í æsispennandi viðureign í spurningakeppninni Útsvari á Rúv. Lokatölur kvöldsins voru 92 -91. Keppnin var hnífjöfn frá upphafi til enda og andrúmsloftið rafmagnað í sjónvarpssal Rúv þetta föstudagskvöldið.
Fyrir fyrsta auglýsingahlé var staðan 18 - 18 og þurfti því að kasta upp á hver hæfi leikinn í orðaleiknum. Það var Grindavíkurbær sem gerði það og fékk fullt hús stiga, sem Snæfellsbær svaraði í sömu mynt. Eftir flokkaspurningarnar var Snæfellsbær komin með ágæta forystu, staðan var 62 - 51. Í stóru spurningunum byrjaði Grindavíkurbær auðvitað á að fá 15 stiga spurningu sem þeir svöruðu rétt, það gerði Snæfellsbær líka með hjálp símavinar. Þegar ein spurning var eftir var staðan 91 - 87 fyrir Grindavíkurbæ og valdi Snæfellsbær 5 stiga spurningu sem þeir svöruðu rétt. Lokatölur kvöldsins voru 92 -91 fyrir Snæfellsbæ.
Í meistaraliði Grindavíkur frá í fyrra voru sömu keppendur, þau Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir.