Meistarar að störfum
Tónleikar Guðrúnar Gunnarsdóttur og félaga í íþróttahúsinu síðastliðið sunnudagskvöld voru frábær endapunktur á Sjóaranum síkáta. Tónleikarnir voru til að heiðra minningu Ellýjar Vilhjálms sem hefði orðið 75 ára 28. desember sl. Hátt í 200 manns mættu á tónleikana sem tókust afbragðs vel.
Sérstakur gestasöngvari var Ragnar Bjarnason en með söngvurunum var einvala lið hljóðfæraleikara, þeir Sigurður Flosason, Agnar Má Magnússon, Birgir Bragason og Hannes Friðbjarnarson. Þá sungur dætur Guðrúnar og tengdasonur bakraddir. Gaman var að heyra margar af helstu perlum íslenskrar dægurlagatónlistar sem Ellý gerði vinsæl á sínum tíma og eins og Guðrún benti réttilega á er engin ástæða til þess að hika við að fara í fótspor meistaranna því annars lifir ekki minning þeirra og tónlist, segir á vef Grindavíkurbæjar.