Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Meirihlutinn læstur úti!
Lok, lok og læs og allt í stáli!
Miðvikudagur 13. júní 2018 kl. 05:00

Meirihlutinn læstur úti!

Það gekk erfiðlega að skrifa undir nýtt meirihlutasamstarf D- og J-lista í nýju sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis í gærkvöldi. Lyklarnir af bæjarskrifstofunni í Sandgerði voru ekki þar sem þeir áttu að vera og því var nýji meirihlutinn læstur úti.
 
Ein úr hópnum var því gerð út í sendiför að sækja aukalykil út í bær svo hægt væri að opna húsið og hleypa fólki inn. Það var því ekkert um neitt annað að ræða en að brosa bara til ljósmyndarans sem var jafn mikið læstur úti eins og öll hin.
 
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024