Meiri menning í Grindavík - Margrét Eir og Árni Johnsen meðal gesta
Áfram heldur menningarveislan og í kvöld má nefna að bæjarsýning verður á leikriti grunnskólans, Sagan segir, sem frumsýnt var í gær við feikna undirtektir. Grindvíkingar eru hvattir til að sjá þessa frábæru sýningu. Þá er Margrét Eir og The Thin Jim and the Castaways á Salthúsinu, feðginin Sigurbjörn og Arney á Bryggjunni, opið hús í fjölsmiðju grunnskólans og mikið fjör í Miðgarði, svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin er eftirfarandi.
Miðvikudagur 21. mars:
Kl. 08:00 - 18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars Guðmundssonar kennara og frístunda-málara.
Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut: Vettlingasýning - Sýndur verður fjöldinn allur af heimaprjónuðum og hekluðum vettlingum frá grindvískum prjóna-konum.
Kl. 10:00 - 22:00 Northern Light Inn. Tolli með málverkasýningu.
Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Myndefnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndaranum Brooks Walker.
Kl. 10:00 - Ungur nemur gamall temur. Samverustund barna af leikskólanum Króki og eldri borgara í Miðgarði. Byrjað verður á því að spila saman bingó og kl. 11:00 mun hópurinn syngja saman nokkur lög.
Kl. 11:00 - 18:00 Bókasafn Grindavíkur. Brúðusýning Rúnu Gísladóttur myndlistarmanns og kennara. Kynning á Ljósmyndasafni Grinda-víkur - hægt að sitja við tölvu, skoða myndir og senda inn upplýsingar um þær.
Kl. 12:30-13:30 krakkar úr Tónlistarskólanum leika á píanó í Landsbankanum.
Kl.14:00 Árni Johnsen í Miðgarði og tekur lagið.
Kl. 14:30 - Upplestur og tónspil í Miðgarði. Nemendur úr 7. bekk grunnskólans lesa auk þess sem nemendur úr tónlistarskólanum leika nokkur lög.
Kl. 15:00 - 16:30 Opið hús í fjölsmiðju Grunnskóla Grindavíkur. Starfsemin kynnt og kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Kl. 20:00 - Leikrit grunnskólans (bæjarsýning). SAGAN SEGIR - Gamanleikrit sem fjallar um hóp af krökkum sem fara í Þórsmerkurferð og slúðrið sem verður eftir ferðina. Dans og söngatriði fléttast inn í leikritið. Leikstjóri: Guðmundur Jónas Haraldsson. Helstu hlutverk: Lára Lind Jakobsdóttir, Nína María Ragnarsdóttir, Íris Ósk Hallgrímsdóttir, Daníel
Jónasson, Valgerður María Þorsteinsdóttir og Katla Marín Þormarsdóttir.
Leikritið er samið af unglingunum sjálfum. Textar: Valgerður og Lára Lind. Danshöfundar: Valgerður og Lára Lind.
Kl. 21:00 - Salthúsið. Margrét Eir og The Thin Jim and the Castaways. Aðgangseyrir: 1.000 kr. Hljómsveitin Thin Jim er Íslensk hljómsveit sem hefur starfað í fjögur ár. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar "This is me"er tilbúin og rétt ókomin út. Á tónleikum sveitarinnar verða eftirtaldir:
Margrét Eir. Margrét Sigurðardóttir (Fabúla). Eggert Pálsson. Ásgeir Ásgeirsson. Halldór Lárusson. Andrés Þór og Jökull Jörgensen. Tónlistin er öll frumsamin og gætir þar sterklega amerískra þjóðlaga og sveitatónlistar. Hjá Thin Jim ríkir mikill metnaður og textar ljá tónlistinni litríkan blæ sem spannar allt litróf mannlífsins.
Kl. 21:00 Feðginin Sigurbjörn og Arney á kaffihúsinu Bryggjunni, þau skemmta og stjórna fjöldasöng.