Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Meira en þúsund orð Jönu Birtu
Föstudagur 29. október 2021 kl. 07:04

Meira en þúsund orð Jönu Birtu

í Bíósal Duus Safnahúsa

Á föstudaginn kl 17:00 verður opnuð sýning í Bíósal Duus Safnahúsa á verkum Jönu Birtu Björnsdóttur sem ber yfirskriftina Meira en þúsund orð. Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hennar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og menningarfulltrúa.

Jönu Birtu, sem er fædd og uppalin í Reykjanesbæ, er margt til lista lagt og hún er allt í senn aðgerðarsinni, femínisti, myndlistarmaður og lífeindafræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Frá árinu 2017 hefur Jana Birta verið að teikna og mála og heillaðist hún strax í upphafi þess ferðalags af vatnslitum. Jana hefur mikið næmi fyrir miðlinum og hefur á undanförnum árum verið að þróa tækni sína og færni í að koma hugmyndum sínum á framfæri. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tabú

List Jönu Birtu hefur pólitíska og félagslega skírskotun í samtímann. Hún gerir málefni fatlaðs fólks að umfjöllunarefni þessara sýningar og túlkar á myndrænan hátt hugmyndir, tilfinningar og baráttumál feminískrar fötlunarheyfingar sem nefnist Tabú.  Hreyfingin vinnur að félagslegu réttlæti gegn margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki og hefur Jana Birta verið meðlimur samtakanna um nokkurt skeið. 

Á sýningunni er að finna sextán setningar um ofbeldismyndir gegn fötluðu fólki en setningarnar mótuðu meðlimir samtakanna Tabú. Vatnslitaverkin beina sjónum áhorfandans að viðfangsefni þessara setninga og hefur Jana Birta túlkað á myndrænan hátt það sem felst í hverri setningu. Í gegnum list Jönu Birtu Björnsdóttur fáum við að skyggnast inn í heim þar sem hindranir eru víða og oft á tíðum ósýnilegar þeim sem ekki tengjast honum beint. 

Það er sagt að myndir segi meira en þúsund orð og á það svo sannarlega við um verk Jönu Birtu. List hennar fellur undir það sem kalla má aktívisma í myndlist, en það er nálgun í listum sem er byggð á virkri þátttöku listamannsins í aðgerðum á pólitískum eða félagslegum vettvangi en myndlistin hefur í sínum fjölbreytileika mikið verið notuð á þennan hátt í gegnum tíðina. Kínverski samtímalistamaðurinn Ai Weiwei fer þá leið í sinni listsköpun og segir m. a.; „ef eitthvað er þá snýst listin um… siðferði, um trú okkar á mannkynið. Án þess er einfaldlega engin list.“

Sýningin stendur til 21. nóvember.