Megas, barnakór, Guðrún Gunnars og Karlakór Keflavíkur
Undirbúningur fyrir menningardag í kirkjum á Suðurnesjum 23. okt. n.k. er nú í fullum gangi. Dagskráin mun hefjast í Kálfatjarnarkirkju kl. 10:00 sunnudaginn 23. okt. n.k. og fer svo úr einni kirkjunni í aðra og er hver kirkja með sína dagskrá.
Til að nefna eitthvað af þeirri fjölbreyttu dagskrá sem verður í boði þá mun Megas leika með Hallgrími í Hvalsneskirkju, Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja lög Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms í Ytri Njarðvíkurkirkju, Sigvaldi Kaldalóns í tali og tónum verður í Grindavíkurkirkju, Karlakór Keflavíkur flytur Stjána bláa og fleiri sjómannalög í Útskálum þar sem prófessor Gísli Gunnarsson flytur erindi um sjómennsku á Suðurnesjum, dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur mun fjalla um landnám og fornleifafundi í Kirkjuvogi, Keflavík býður upp á fjölbreytta dagskrá sem og Kálfatjarnarkirkja og í Innri-Njarðvíkurkirkju flytur Barnakór Akurskóla lög undir erindi séra Sigurðar Pálssonar um Jón Þorkelsson Thorchillius skólastjóra.
Að sögn Kristján Pálssonar formanns nefndarinnar er dagskráin í hverri kirkju tímasett þannig að þeir sem vilja fara á milli kirkna eiga að hafa nægan tíma til þess.
Í fyrra komu um 1100 manns í kirkjurnar á þessum degi og vonast undirbúningsaðilar eftir góðri þátttöku núna. Að undirbúningnum sanda prestarnir í hverjum söfnuði og mikill fjöldi fólks úr hverjum söfnuði auk þess sem fengnir eru að fræðimenn og listafólk.
Undirbúningsnefndina skipa auk Kristjáns, sr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnesprófastdæmis og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.
Til að nefna eitthvað af þeirri fjölbreyttu dagskrá sem verður í boði þá mun Megas leika með Hallgrími í Hvalsneskirkju, Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja lög Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms í Ytri Njarðvíkurkirkju, Sigvaldi Kaldalóns í tali og tónum verður í Grindavíkurkirkju, Karlakór Keflavíkur flytur Stjána bláa og fleiri sjómannalög í Útskálum þar sem prófessor Gísli Gunnarsson flytur erindi um sjómennsku á Suðurnesjum, dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur mun fjalla um landnám og fornleifafundi í Kirkjuvogi, Keflavík býður upp á fjölbreytta dagskrá sem og Kálfatjarnarkirkja og í Innri-Njarðvíkurkirkju flytur Barnakór Akurskóla lög undir erindi séra Sigurðar Pálssonar um Jón Þorkelsson Thorchillius skólastjóra.
Að sögn Kristján Pálssonar formanns nefndarinnar er dagskráin í hverri kirkju tímasett þannig að þeir sem vilja fara á milli kirkna eiga að hafa nægan tíma til þess.
Í fyrra komu um 1100 manns í kirkjurnar á þessum degi og vonast undirbúningsaðilar eftir góðri þátttöku núna. Að undirbúningnum sanda prestarnir í hverjum söfnuði og mikill fjöldi fólks úr hverjum söfnuði auk þess sem fengnir eru að fræðimenn og listafólk.
Undirbúningsnefndina skipa auk Kristjáns, sr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnesprófastdæmis og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.