Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 5. september 2006 kl. 17:31

Meðgöngujóga byrjar aftur

Jóga fyrir barnshafandi konur byrjar aftur miðvikudaginn 6. september í Lífsorkunni, Iðavöllum 3b. Matthildur Gunnarsdóttir jógakennari mun sjá um námskeiðið sem stendur yfir í 4 vikur. Hægt verður að halda áfram eftir að námskeiðinu líkur.

Matthildur segir að þetta sé gífurlega gott fyrir barnshafandi konur og góður undirbúningur fyrir fæðinguna. Jógað hjálpi til við slökun og öndunaræfingarnar hjálpi mikið til í sjálfri fæðingunni. Innritun er hafin og allar nánari upplýsingar má nálgast í síma 863 0183 hjá Matthildi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024