Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Með viljann að vopni er allt hægt
  • Með viljann að vopni er allt hægt
Fimmtudagur 11. maí 2017 kl. 16:22

Með viljann að vopni er allt hægt

-Már Gunnarsson sló í gegn í auglýsingu Lottó

Keflvíkingurinn Már Gunnarson lék á dögunum í auglýsingu Lottó, sem er í grunninn byggð á hans eigin ævi, en Már er blindur. „Ég fæðist með betri sjón en ég er með núna en henni fór versnandi með aldrinum. Ég fór að finna það svolítið að ég gæti ekki tekið þátt í öllu því sem aðrir voru að gera, íþróttum og öðru. Ég gat ekkert farið í fótbolta eða körfubolta þó ég hefði viljað það,“ segir hann í samtali við Víkurfréttir. Undanfarin ár hefur Már æft sund af miklu kappi, sett fjölda Íslandsmeta og keppt fyrir Íslands hönd á stórmótum.

Már lítur hins vegar ekki á sjónskerðinguna sem fötlun og segir allt hægt með viljann að vopni. „Maður þarf bara að hafa mikinn áhuga og metnað fyrir því sem maður er að gera,“ segir Már sem hefur spilað á píanó í tíu ár og segist lifa fyrir það að semja og spila sín eigin lög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að horfa á auglýsinguna hér fyrir neðan.