Með tvo hvolpa og þrjá kettlinga á spena
Puddletíkin Pippý, sem er búsett í Sandgerði eignaðist nýlega tvo hvolpa, sem er ekki í frásögur færandi, nema að á sama tíma eignaðist kisa í næstu götu sex kettlinga. Eitthvað gekk kisu erfiðlega með kettlingauppeldið og þegar þrír þeirra voru dánir var gripið til þess ráðs að setja þá á spena hjá Pippý. Hún er greinilega landsins ljúfasta tík, því hún tók kettlingunum eins og hvolpunum sínum og nú skiptast hvolparnir tveir og kettlingarnir þrír á að sjúga spenana á Pippý.
– Sjá einstakar myndir af hvolpum og kettlingum í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.
– Sjá einstakar myndir af hvolpum og kettlingum í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.