Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Með Þorbjörn í baksýn – Tónleikar í Hljómahöll 10. nóvember
Mánudagur 24. júní 2024 kl. 11:04

Með Þorbjörn í baksýn – Tónleikar í Hljómahöll 10. nóvember

Grindavíkurdætur með tónleika í Hljómahöll 10. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember 2024 er liðið ár frá rýmingu Grindavíkur. Dagurinn sem öllu breytti. Grindavíkurdætrum langar til að búa til vettvang þar sem Grindvíkingar geta hist á þessum tímamótum og átt stund saman. Það verður gert með tónleikum í Hljómahöll 10. nóvember.

Efnisskrá tónleikanna verður metnaðarfull með lögum sem tengir hug og hjarta Grindvíkinga saman. Flutt verða jákvæð lög um vonina en einnig baráttulög í anda aðstæðna hópsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kórstjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Meðleikari: Ásdís Magdalena Þorvaldsdóttir

Húsið opnar kl. 17:00 og tónleikarnir hefjast kl. 18:00.