Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með „sveita“ blik í auga á Ljósanótt
Kántrýtónlistin verður ráðandi á Bliki í auga á næstu ljósanótt. Myndin var tekin á Bliki í auga í fyrra á sýningu um lög unga fólksins.
Föstudagur 24. júní 2016 kl. 15:45

Með „sveita“ blik í auga á Ljósanótt

Það verða stórstjörnur íslenskrar kántrýtónlistar sem stíga á svið í Andrews þegar Blik í auga verður flutt í  sjötta sinn á Ljósanótt. Söngvarnir Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson fara fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Þar er valin maður í hverju rúmi og ljóst að vel verður tekið á því þegar helstu smellir kántrýsins verða fluttir gamlir og nýir í bland við góðar sögur og skemmtilegheit.

,,Við hlökkum svakalega til og erum handvissir um að bjóða upp á skothelda skemmtun með pínulítið öðru sniði en við höfum verið að gera,“ segir Kristján Jóhannsson, sögumaður og einn aðstandenda sýningarinnar. ,,Við félagarnir‚ ég, Arnór og Bubbi erum búnir að liggja sveittir yfir lagalistanum og grisja út 25 lög. Þetta voru ekki nema um 1000 lög sem þurfti að hlusta á til að finna hinn eina sanna tón,“ segir hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristján segir gaman að fara aðeins út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. „Við erum vissir um að þessi tegund tónlistar höfðar vel til gesta okkar sem sumir hafa komið ár eftir ár. Ég vona að við bregðumst ekki aðdáendum Blikins þetta árið,“ segir Kristján að lokum.