Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með soul í auga í Andrews í dag
Sunnudagur 3. september 2017 kl. 13:20

Með soul í auga í Andrews í dag

Með soul í auga verður sýnt í Andrews theatre í dag kl. 16 og 20 en sýningin er liður í hátíðardagskrá Ljósanætur og slær þannig botninn í dagskrá helgarinnar.

Sýningin hefur hlotið einkar góðar viðtökur að sögn tónleikahaldara og vilja margir meina að hún sé ein sú besta frá upphafi.

Söngvarar að þessu sinni eru Stefanía Svavarsdóttir, Helgi Björns, Jón Jónsson, Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi sem fór hamförum á sviðinu sl. miðvikudagskvöld.

Soul tónlist allra tíma er viðfangsefni sýningarinnar sem nú er haldin í sjöunda sinn og geta tónleikagestir átt von á stuði, trega og urrandi ástarjátningum í boði tónlistarmanna eins og Stevie Wonder, Arethu Franklin, Otis Redding og Van Morrison svo fáeinir séu nefndir.

Hljómsveitarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir er Kristján Jóhannsson sem farið hefur á kostum undanfarin ár.

Miðasala er á www.midi.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024