Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • „Með ryk í auga“
    Hjálmar Hjálmarsson leikari.
  • „Með ryk í auga“
    Guðný Kristjánsdóttir.
Miðvikudagur 10. september 2014 kl. 10:00

„Með ryk í auga“

Ný revía í undibúningi hjá Leikfélagi Keflavíkur.

„Sumir verða fúlir ef þeir eru ekki teknir fyrir og aðrir verða fúlir ef þeir eru teknir fyrir. Þetta er alltaf voðalega skemmtilegt og við köllum núna eftir fólki 18 ára og eldra til þess að vera með,“ segir Guðný Kristjánsdóttir hjá Leikfélagi Keflavíkur.

Taka fyrir kjörtímabilið 2010-2014

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fyrstu revíur leikfélagsins samdi Ómar Jóhannsson heitinn úr Garðinum og núna eru innan-félagsmenn sem semja verkið. Það lofar mjög góðu. Vinnheitið er Með ryk í auga en okkur líst vel á það vegna þess að það er grípandi. Við munum rifja upp ljúfar og sárar uppákomur allavega síðustu fjögurra ára; taka kjörtímabilið fyrir þótt ekki sé bara gert grín að pólitíkusum,“ segir Guðný en bætir við að ekki verði bara einblínt á Suðurnesin heldur verður dálítið endurspeglað það sem er að gerast í samfélaginu. „Við erum með frábæran leikstjóra, Hjálmar Hjálmarsson, sem ekki hefur unnið með okkur áður en er alvanur svona vinnu í áramótaskaupi og slíku. Við bindum miklar vonir við að hann skili góðu verki. Svo er auðvitað söngur og skemmtilegar sögur á milli annarra leikþátta.“

Guðný segir revíur hafa haldið leikfélaginu á floti í gegnum tíðina því allir komi að sjá þær, hvort sem þeir eru teknir fyrir eða ekki. 25 ár eru síðan fyrsta revía leikfélagsins var sett upp í sögufræga Félagsbíói, en revíur eru jafnan settar upp á fjögurra ára fresti hjá félaginu.

Kynningarfundur verður í Frumleikhúsinu n.k. fimmtudag, 11. september, kl. 20:00, þar sem leikarinn Hjálmar Hjálmarsson verður með hraðnámskeið í revíuleik ásamt höfundum verksins. 

Ókeypis er inn og allir velkomnir, 18 ára og eldri.