Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með rödd sem er stærri en lífið
Jóhanna Ruth söng lagið Holding Out for a Hero af miklu öryggi í Ísland Got Talent í gær. Ljósmynd/Skjáskot af visir.is
Mánudagur 14. mars 2016 kl. 09:46

Með rödd sem er stærri en lífið

- Jóhanna Ruth í útslitaþátt Ísland Got Talent

Jóhanna Ruth Luna Jose, 14 ára söngkona úr Reykjanesbæ, sló heldur betur í gegn í undanúrslitaþætti Ísland Got Talent á Stöð 2 í gærkvöld. Eftir símakosningu komst hún áfram í úrslitaþáttinn. Jóhanna söng lagið Holding Out for a Hero af miklu öryggi.

Dómararnir voru nær orðlausir yfir glæsilegum flutningi Jóhönnu Ruthar og sagði Ágústa Eva hana vera með rödd sem er stærri en lífið. „Þetta er ein besta rödd sem ég hef heyrt á Íslandi lengi,“ sagði hún. Jakob Frímann Magnússon sagði rödd Jóhönnu þannig að hún þekkist hvar sem er því hún væri svo þroskuð og flott. Hann hvatti áhorfendur til að kjósa hana áfram í úrslitaþáttinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhanna Ruth er frá Filippseyjum og flutti til Íslands fyrir fimm árum síðan. Fyrir rúmlega ári síðan sigraði hún Söngkeppni Samfés. 

Hér má sjá atriði Jóhönnu í Ísland Got Talent í gær.