Með lag í jólalagakeppni Rásar 2
Grindvíski grunnskólakennarinn Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir er einn af tíu lagahöfundum sem tekur þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. Kosið er á milli 10 jólalaga og er hægt að kjósa hér og hlusta á lögin. Hólmfríður semur bæði lag og texta en systir hennar Grétar Mjöll syngur með henni. Lagið heitir Desember.
Fimmtudaginn 15. desember verður svo tilkynnt hvaða lag fær þann heiður að vera útnefnt Jólalag Rásar 2 árið 2011.
Í verðlaun fyrir sigurlagið í Jólalagakeppni Rásar 2 er tölva að verðmæti 300.000 kr. Suðurnesjamenn eru hvattir til þess að styðja Hólmfríði í kosningunni enda lagið einstaklega fallegt.
Grindavík.is