Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með góðu fólki heppnast helgin sama hvernig viðrar
Maciek Baginski
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 29. júlí 2022 kl. 10:00

Með góðu fólki heppnast helgin sama hvernig viðrar

Víkurfréttir fóru á stúfana og spurðu fólk af Suðurnesjum hvað það ætlar að gera um verslunarmannahelgina. Maciek Baginski ætlar að eiga notalega helgi í sumarbústað með tengdafjölskyldunni. Honum finnst mikilvægast að hafa gott fólk með sér „því þá heppnast helgin sama hvernig viðrar.“
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Þessi helgi hefur verið mjög róleg undanfarin ár og sama verður upp á teningnum í þetta skiptið. Kósý helgi upp í bústað með tengdafjölskyldunni.

Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér inn í helgina?

Mér finnst alltaf mikilvægast að hafa gott fólk með sér. Því þá heppnast helgin sama hvernig viðrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er besta minningin þín frá verslunarmannahelgi?

Svona í fljótu bragði þá kemur upp Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í tuttugu stiga hita árið 2016 með geggjuðum hóp og kannski í öðru sæti vestfjarðahringurinn á camper bíl 2020.