Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með frábært útsýni yfir Grindavík
Föstudagur 15. september 2017 kl. 06:00

Með frábært útsýni yfir Grindavík

- Milos Jugvic svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Hvað ertu að bralla þessa dagana?
Er byrjaður í vinnunni núna í Grunnskóla Grindavíkur eftir gott og langt sumarfrí. Svo er ég á fullu að þjálfa yngri flokka Grindavíkur í knattspyrnu en framtíðin er björt hér í bæ. Svo má ekki gleyma því að ég er að spila með stórveldinu Víði í knattspyrnu og við erum að gera harða atlögu að Inkasso sæti.

Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjum?
Það er þessi ró og næði sem maður hefur, ekkert stress og lífið er mjög afslappað og rólegt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hverju myndirðu mæla með á svæðinu fyrir þá sem búa ekki hér?
Kíkja einu sinni í Bláa Lónið, fara og fá sér að borða á Papas þar sem Gylfi Ísleifs tekur vel á móti öllum með bros á vör. Svo má ekki gleyma að fara að borða hjá Höllu. Þessir tveir staðir eru að mínu mati þeir bestu á Suðurnesjunum. Það er líka hægt að kíkja í heimsókn til mín en ég er með frábært útsýni yfir Grindavík sem er fallegasti staður Íslands. Síðan er líka hægt að fara á brimbretti og sörfa reglulega hér við sjóinn með frænda mínum Ivan Jugovic.

Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Í vetur mun ég halda áfram að þjálfa og vinna í grunnskólanum. Síðan ætla ég með vinum mínum þeim Antoni Inga og Nemanja til Miami í tíu daga. Þar ætlum við að njóta sólarinnar og hlusta á serbneska popptónlist í botni.

Hvað finnst þér mega fara betur í Grindavík?
Það sárvantar meira húsnæði hér í Grindavík fyrir okkur unga fólkið sem erum að stíga okkar fyrstu skref utan veggja foreldrahúsa. Það væri frábært ef Serrano væri líka hérna. Annars er ég lítið að væla og pirra mig yfir óþarfa hlutum, allt í toppstandi, fyrir utan húsnæðisskortinn.