Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með fluguveiði á heilanum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 1. júní 2020 kl. 08:01

Með fluguveiði á heilanum

Haraldur Árni Haraldsson ætlaði að verða öskukall en endaði sem skólastjóri

Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, er bjartsýnn á sumarið sem er framundan. Hann hefur tekist á við áskoranir í sínu starfi á árinu og upplifir þær sem tækifæri. Haraldur svaraði nokkrum spurningum í netspjalli við Víkurfréttir.

– Nafn:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haraldur Árni Haraldsson.

– Fæðingardagur:

18. júlí 1959.

– Fæðingarstaður:

Reykjavík.

– Fjölskylda:

Eiginkona, þrjú börn, þrjú barnabörn og tengdadóttir.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Öskukall, það var fyrsta djobbið sem heillaði mig.

– Aðaláhugamál:

Fluguveiði.

– Uppáhaldsvefsíða:

tonlistarskoli.reykjanesbaer.is

– Uppáhalds-app í símanum:

Angling iQ.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Flugucastið.

– Uppáhaldsmatur:

Fiskur og villibráð.

– Versti matur:

Kræklingur og bláskel, þ.e.a.s. ef það telst til matar. Annars enginn.

– Hvað er best á grillið?

Allt sem á erindi á grill, verður gott.

– Uppáhaldsdrykkur?

Klassíska svarið er vatn, sem er gott svar – en kaffið á sterka taug í mér.

– Hvað óttastu:

Svo sem ekkert sérstakt en ég hef um þessar mundir áhyggjur af afkomu sveitarfélaganna og afdrifum íslenska hagkerfisins.

– Mottó í lífinu:

Að gera eins vel og ég get.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Engan sérstakan.

– Hvaða bók lastu síðast?

Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Ég reyni að ná þættinum Úti.

– Uppáhaldssjónvarpsefni?

Bíómyndir.

– Fylgistu með fréttum?

Já.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Avatar.

– Uppáhaldsíþróttamaður?

Guðjón Valur Sigurðsson.

– Uppáhaldsíþróttafélag?

Þau eru tvö: UMFN og Derby County.

– Ertu hjátrúarfullur?

Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Flestöll.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Síbyljutónlist er afar þreytandi. Sumar stöðvar eru dálítið þar.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Ég er skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Ekki á starfinu, heldur því hvernig ég sinni því.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Upplifunin er áskoranir og sumar þeirra fela í sér ný tækifæri.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já, heldur betur.

– Hvað á að gera í sumar?

Vinna, ferðast og veiða.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Það er óráðið ennþá, nema að það verður innanlands.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Ég myndi byrja á því að sýna þeim fallega bæinn minn, Reykjanesbæ. Síðan færi ég með gestina Reykjaneshringinn, með viðkomu á sem flestum af þeim stórkostlegu stöðum sem þar er að finna. Auk þess myndum við heimsækja hin sveitarfélögin á Suðurnesjum. Það yrði örugglega bjart og fallegt veður í þeirri hringferð, svo ég myndi trítla með gestina upp á Þorbjörn til að þeir upplifðu glæsilegt útsýnið yfir svæðið.

Birtist í 22. tbl. Víkurfrétta 2020 – Smelltu hér til að lesa Víkurfréttir á netinu