Með fjölskyldunni á Flúðum
Verslunarmannahelgin hjá Alexöndru Ýr Auðunsdóttur
– Hvernig eru plönin hjá þér um verslunarmannahelgina?
„Ég ætla vera á Flúðum með kærastanum mínum og fjölskyldu.“
– Breyttust plönin eitthvað vegna covid?
„Já, ég ætlaði á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.“
– Hver er skemmtilegasta minningin þín af verslunarmannahelginni?
„Þegar ég fór á Þjóðhátíð á sunnudeginum fyrir tveimur árum
og Flúðir í fyrra.“
– Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi?
„Samveran með fjölskyldu og vinum.“