Með blik í auga III - Miðasala fer vel af stað
Miðasala á sýninguna „Með blik í auga III - Hanakambar, hárlakk og herðapúðar“ fer vel af stað. Nú fer að verða uppselt á frumsýningu sem verður miðvikudaginn 4. september. Einnig selst vel á hinar sýningarnar en Með blik í auga III verður sýnt fjórum sinnum. Önnur sýning er nk. fimmtudag, 5. sept. kl. 20 og lokasýningar eru svo sunnudaginn 8. september kl. 16 og 20. Rétt er að benda á að selt er í númeruð sæti þannig að ef fólk vill tryggja sér sæti á besta stað þá þarf að hafa hraðar hendur. Miðasala er á midi.is en sýningar fara fram í menningarhúsinu Andrews á Ásbrú.