Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með allt á hreinu í Frumleikhúsinu
Fimmtudagur 15. mars 2012 kl. 10:28

Með allt á hreinu í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur og leikfélag FS í samstarf



Söngleikurinn Með allt á hreinu verður frumsýndur í Frumleikhúsinu föstudaginn 16. mars kl. 20.00. Verkið er samstarfsverkefni Leikfélags Keflavíkur og Fjölbrautarskóla Suðurnesja en þetta er í annað sinn sem þessi félög setja verk á svið saman, áður var það söngleikurinn Slappaðu af í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Leikstjóri sýningarinnar er Oddur Maggi en hann er hámenntaður leikari sem komið hefur víða við, er búsettur í Sandgerði og kennir m.a. leiklist í grunnskólanum þar auk þess sem hann kennir við leiklistarbraut Listaháskóla Íslands.

Fjölmargir þátttakendur koma að sýningunni, dansarar, leikarar,hljóð-og tæknimenn, söngvarar,förðunar-og hárgreiðslufólk svo eitthvað sé nefnt. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara enda öll flottustu lögin úr myndinni sem Stuðmenn gerðu ódauðleg fyrir 30 árum síðan flutt í verkinu. Hægt er að panta miða í síma 4212540 en miðaverð er kr.2000.
Stjórn LK, VoxArena og NFS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024