Mayweather baðar sig í Lóninu
„Besta landið þegar kemur að heitu vatni“
Einn þekktasti hnefaleikakappi heimsins Floyd Mayweather er nú staddur á Íslandi þar sem hann nýtur þess sem land og þjóð hefur upp á að bjóða. Eins og hjá svo mörgum öðrum var fyrsti áfangastaður utan Leifstöðvar sjálft Bláa Lónið.
Boxarinn birti myndband á Instagram síðu sinni þar sem hann segir m.a. að lífið snúist um að upplifa nýja og spennandi hluti og því hafi hann ákveðið að heimsækja Íslands. Landið sé þekkt fyrir auðlindir sínar þegar kemur að heitu vatni og því sé upplagt að upplifa þá auðlind í Bláa Lóninu.