Þriðjudagur 8. nóvember 2005 kl. 15:11
Matti Óla í Kaffitári
Trúbadorinn Matti Óla verður með tónleika í Kaffitári um helgina. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og er aðgangseyrir ókepyis. Matta til aðstoðar á tónleikunum verða þeir Óli Þór á gítar og Smári Guðmundsson á bassa. Einnig stendur sýning Ingu Elínar, myndlistarkonu, yfir í Kaffitári um helgina.