Matti í Frumleikhúsinu á fimmtudag
Útgáfutónleikar Matta Óla verða á fimmtudagskvöld í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Húsið opnar kl. 20 á fimmtudag og hefjast tónleikarnir kl. 21.
„Ég vona að ég verði orðinn sallarólegur þegar ég stíg á svið því ég er búinn að vera mjög spenntur undanfarið,“ sagði Matti í samtali við Víkurfréttir í dag.
Matti Óla hefur undanfarið verið að kynna nýja diskinn sinn „Nakinn“ og hefur hann fengið ágætis viðtökur.
Á fimmtudag verður „Nakinn“ til sölu í Frumleikhúsinu og að sjálfsögðu býðst tónleikagestum að fá áritað eintak. Miðaverð á tónleikana er kr. 500,-
VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]