Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 5. nóvember 2001 kl. 10:16

Matthíasarkvöld á bókasafninu

Fjöldi fólks kom saman í bókasafninu á fimmtudag til að heiðra skáldið Matthías Jóhannessen. Ljóð Matthíasar voru lesin upp og í lokin færði Birgir Guðnason bókasafninu lágmynd af skáldinu gerða af Erlingi Jónssyni. Elín Halldórsdóttir flutti síðan ljóð Matthíasar við lag Atla Heimis Steinssonar en um undirleik sá Ragnheiður Skúladóttir. Erlingur kom frá Noregi til að vera viðstaddur afhendinguna og flutti smá tölu og ljóð Matthíasar. Hann sagði að ekki þyrftu Íslendingar að skammast sín þegar þeir stæðu frammi fyrir listaverkum Michaelangelos eða Leonardos en hann var einmitt staddur í Rómarborg á dögunum. Á ferð sinni þar varð hann ekki feiminn fyrir framan þessi verk þar sem Íslendingar ættu sjálfir listamenn sem samsvöruðu ítölsku listamönnunum. Í huga Erlings var Matthías Jóhannessen einn af þessum stórskáldum. Í lokin óskaði Erlingur síðan eftir loforði bókasafnsins fyrir því að taka við lágmynd Halldórs Laxness og Matthíasar Jóhannessen í bronsi en lágmyndir af skáldunum sem fyrir eru á bókasafninu eru úr gifsi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024