MATHÁKUR Í STÚDEÓ HULDU
Karl Sigurðsson, Suðurnesjamaður og einkaþjálfari, hefur í samvinnu við Bjarka Snæ Bragason kerfisfræðing hannað forrit sem ætlað er að auðvelda næringarútreikninga og næringarráðgjöf. Karl er þessa dagana að kynna forritið íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum á Suðurnesjum og náðu VF í skottið á honum á Stúdeó Huldu sl. þriðjudag. „Ég hef starfað við líkamsrækt undanfarin ár og fékk hugmyndina að forritinu fyrir 3 árum síðan. Ég taldi að með þess gæti ég bætt gæði vinnu minnar og komið næringarráðgjöfinni í skiljanlegra form með súluritum og skýrum útlistunum á mataræði hvers dags. Hér er um að ræða aðra útgáfu forritsins, Mathák 1.1, sem ætlað er fyrst og fremst þjálfurum og líkamsræktarstöðvum en með haustinu er von á einfaldaðri útgáfu forritsins ætlað almenningi.“ Mathákur byggir á gögnum sem fengin eru úr bókinn Næringargildi matvæla (4. útg.) sem gefin var út af Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og hefur að geyma upplýsingar um næringargildi tæplega 700 fæðutegunda. Áhugasömum er bent á Karl í síma 897-9008 og netfangið [email protected].