Mannlíf

Marta las Mojfríði
Föstudagur 16. febrúar 2018 kl. 10:14

Marta las Mojfríði

Útgáfuhóf í tilefni útgáfu bókarinnar Mojfríður einkaspæjari var haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar í gærkvöldi. Fjöldi fólks mætti í hófið þar sem rithöfundurinn, Marta Eiríksdóttir, las kafla úr bókinni og ræddi við gresti um bókina.
 
Í viðtali við Víkurfréttir sagði Marta þetta um útgáfuhófið:
 
„Vegna þess að ég vildi koma heim í gamla bæinn minn og fagna þessari bókaútgáfu með fólki af Suðurnesjum fyrst og fremst. Svo hafði ég, eins og fleiri, tekið eftir því að Bókasafnið í Reykjanesbæ býður upp á framúrskarandi menningarstarf. Á meðan einhverjir tala um að bækur séu að verða úreltar þá réttir þetta bókasafn úr bakinu og opnar fleiri víddir í rekstri þess. Það vekur athygli og áhuga minn. Þarna starfar fólk sem greinilega veit að við þurfum að njóta þess að halda áfram að lesa bækur og ekki bara til þess að styrkja okkur sem manneskjur heldur einnig til þess að styrkja málkennd okkar sem tölum íslensku. Þetta er stórmerkilegt tungumál sem norsku víkingarnir töluðu og tóku með sér til Íslands á sínum tíma og enn er íslensk tunga varðveitt á þessari litlu eyju, Íslandi. Bækur auðga líf okkar. Það er svo notalegt að lesa í bók úr pappír, ekkert róar mann meira t.d. í sumarbústað, en að lesa góða bók eða vera heima uppi í sófa og njóta þess að svífa inn í ímyndaðan söguheim og verða fyrir góðri upplifun. Mér sjálfri finnst æðislegt að enda daginn á góðri bók uppi í rúmi,“ segir Marta að lokum.


Public deli
Public deli