Marta í bókabardaga hjá RUV
Allir að hlusta á RÁS 2 þriðjudagsmorgun 27.nóvember frá klukkan 10:10 en þá hefst hinn vikulegi bókabardagi hjá Andra og Gunnu Dís, þáttastjórnendum Virkra morgna.
Þá mun Marta okkar Eiríks keppa á móti tveimur höfundum, um það hver bjóði upp á áhugaverðustu jólabókina í ár? Hún mun að sjálfsögðu lesa upp úr Mei mí beibísitt? og væntanlega sýna snilldargóða takta í beinni útsendingu á RÁS 2.
Hlustendur mega svo hringja inn og greiða atkvæði sitt. Sú bók sem fær fyrstu fimm atkvæðin sigrar bókabardaga vikunnar!
Símanúmerið er 5687 123. Allir að hringja inn!