Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Marta í bókabardaga hjá RUV
Þriðjudagur 27. nóvember 2012 kl. 09:29

Marta í bókabardaga hjá RUV

Allir að hlusta á RÁS 2 þriðjudagsmorgun 27.nóvember frá klukkan 10:10 en þá hefst hinn vikulegi bókabardagi hjá Andra og Gunnu Dís, þáttastjórnendum Virkra morgna.

Þá mun Marta okkar Eiríks keppa á móti tveimur höfundum, um það hver bjóði upp á áhugaverðustu jólabókina í ár? Hún mun að sjálfsögðu lesa upp úr Mei mí beibísitt? og væntanlega sýna snilldargóða takta í beinni útsendingu á RÁS 2.

Hlustendur mega svo hringja inn og greiða atkvæði sitt. Sú bók sem fær fyrstu fimm atkvæðin sigrar bókabardaga vikunnar!

Símanúmerið er 5687 123. Allir að hringja inn!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024