Markverðirnir Óskar og Emma leikmenn ársins
Markverðirnir Óskar Pétursson og Emma Higgins voru valin bestu leikmennirnir og Óli Baldur Bjarnason og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir þeir efnilegustu á glæsilegu lokahófi knattspyrnudeildar Grindavík Lava-sal Bláa lónsins í gærkvöldi. Gríðarleg stemmning var á lokahófinu enda tókst karlaliðinu fyrr um daginn að halda sæti sínu í Pepsideildinni á ævintýralegan hátt með því að leggja Eyjamenn að velli.
Um 300 manns mættu á lokahófið þar sem Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði var veislustjóri og eins og við mátti búast var maturinn frábær. Skemmtiatriðin voru mörg hver af rándýrari gerðinni í tali og tónum. Að sjálfsögðu bar verðlaunaafhendinguna hæst fyrir frammistöðu sumarsins en leikmenn og stjórnarmenn sáu um kosninguna. Þá ávörpuðu forstjóri Lýsis og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri samkomuna.
Myndin að ofan: Óskar og Emma, leikmenn ársins.
Fleiri myndir frá lokahófinu hér!