Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Markmiðið að allir hafi hlutverk
„Það er aldrei of oft sagt hversu mikilvæg virkni er. Að fólk fari á fætur á morgnana, að lífið sé í rútínu og að fólk hafi hlutverk,” segir Una Björk Kristófersdóttir, félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu Sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðis og Sveitarfélagsi
Sunnudagur 24. júlí 2016 kl. 11:16

Markmiðið að allir hafi hlutverk

Á árunum eftir hrun voru flestir sem leituðu til félagsþjónustunnar eftir fjárhagsaðstoð til framfærslu vinnufærir en án atvinnu og án atvinnuleysisbóta - Í dag er meirihlutinn aftur á móti fólk sem ekki er vinnufært

Þegar atvinnuleysi var sem verst á árunum eftir hrun var sett af stað virkniverkefni hjá sameiginlegri félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Þó svo að flestir sem eru vinnufærir hafi fengið vinnu með batnandi atvinnuástandi heldur virkniverkefnið áfram enda alltaf einhverjir sem af ýmsum ástæðum fara af vinnumarkaði. Una Björk Kristófersdóttir félagsráðgjafi segir markmiðið með virkniverkefninu að allir hafi hlutverk. „Það er aldrei of oft sagt hversu mikilvæg virkni er. Að fólk fari á fætur á morgnana, að lífið sé í rútínu og að fólk hafi hlutverk. Það skiptir svo miklu máli að eiga að mæta eitthvert og að fólk finni að það skipti máli fyrir sig sjálfa, fyrir aðra og fyrir samfélagið,“ segir hún.

Public deli
Public deli

Árið 2014 var samanlagður fjöldi þeirra sem þáði fjárhagsaðstoð til framfærslu frá félagsþjónustu sveitarfélaganna þriggja rúmlega fimmtíu. Í dag hefur fjöldinn fækkað um meira en helming. „Það er mikill munur á aðeins tveimur árum. Ég tel að fjöldinn hafi náð hámarki í flestum sveitarfélögum í kringum árið 2014. Núna eru breyttir tímar og atvinnuhorfur á Suðurnesjum aðrar og störfum hefur fjölgað. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur aukist.“ Á árunum eftir hrun voru flestir sem leituðu til félagsþjónustunnar eftir fjárhagsaðstoð til framfærslu vinnufærir en án atvinnu og án atvinnuleysisbóta. Í dag er meirihlutinn aftur á móti fólk sem ekki er vinnufært. Una segir ekki alltaf liggja ljóst fyrir hvers vegna fólk er óvinnufært og ekki á vinnumarkaði. „Stundum vantar fólk aðeins aðstoð við atvinnuleit en svo geta líka legið aðrar og dýpri ástæður að baki því að fólk fór af vinnumarkaði og þá þarf að vinna með það. Ástæðurnar geta verið margvíslegar enda erum við öll ólík og bakrunnur mismunandi. Ástæðurnar geta til dæmis verið andleg og/eða líkamleg veikindi, neysla eða annað.“

Að jafnæði er gerð einstaklingsáætlun með hverjum og einum, fólk skráir sig vikulega á bæjarskrifstofunni og segir Una það hluta af því að halda fólki virku í atvinnuleitinni. Ásamt því að mæta reglulega í viðtöl til félagsráðgjafa. Vinnufærum einstaklingum  sem leita til félagsþjónustunnar er vísað í Stíg, sem er samstarfsverkefni á vegum Vinnumálastofnunar og félagsþjónustunnar. Það er fyrir einstaklinga sem eru í atvinnuleit en án atvinnuleysisbóta en fær framfærslu frá sveitarfélaginu. Þar fær fólk aðstoð í atvinnuleit og er vísað í úrræði á vegum Vinnumálastofnunar.

Einnig eru í boði úrræði hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS), meðal annars virkninámskeið sem er samstarfsverkefni félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga, félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ og MSS. Virkninámskeiðið er fyrir atvinnuleitendur sem fá fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum.

Atvinnuleitendum, 25 ára og yngri, er vísað í Fjölsmiðjuna og er félagsþjónustan reglulega með samráðsfundi með þátttakendum þar sem og forstöðumanni Fjölsmiðjunnar.

Að sögn Unu getur langvarandi atvinnuleysi haft mikil áhrif á einstaklinginn, sjálfstraust hans, sem og fjárhagslega- félagslega- og heilsufarslega stöðu viðkomandi.

Eftir að fólk hefur verið án atvinnu í langan tíma getur átta stunda vinnudagur stundum verið yfirþyrmandi, að sögn Unu. Því sé gott að búta vinnudaginn niður á meðan fólk aðlagast því að vinna fullan vinnu. „Stundum er fólk tilbúið að vinna fullan vinnudag en það getur verið þannig ef fólk er með stutta vinnusögu, hefur lengi verið án atvinnu og hugsanlega að glíma við veikindi sem hamla því þá er oft gott að starfshlutfallið sé minna til að byrja með.“ Kröfur vinnumarkaðsins er mismunandi og þarf að samræma hvert mál fyrir sig sem hentar best fyrir einstaklinginn og vinnustaðinn.

Í þeim tilfellum sem fólk er óvinnufært er einstaklingum vísað í endurhæfingu í samráði við lækni. Ýmis úrræði eru einnig í boði fyrir fólk sem ekki er vinnufært, til að mynda Virk: starfsendurhæfing, Björgin: geðræktarmiðstöð á Suðurnesjum, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum sem og regluleg viðtöl hjá félagsráðgjafa.

Hvernig gengur svo hjá fólki almennt að fara út á vinnumarkaðinn eftir langvarandi atvinnuleysi?
„Ég upplifi að fólk almennt þiggur þær ráðleggingar sem það fær. Fólk er að öllu jöfnu móttækilegt og tilbúið í þetta og vill breyta til. Fólk er misjafnt eins og það er margt. Við horfum á hvert og eitt mál og reynum að finna hvað hentar hverjum og einum,“ segir Una að lokum.