Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Markmiðakvöld með Guðjóni Bergmann
Þriðjudagur 5. febrúar 2008 kl. 14:20

Markmiðakvöld með Guðjóni Bergmann

Í kvöld, þriðjudaginn 5. Febrúar klukkan 20.00 býður Íþróttaakademían Suðurnesjabúum uppá Markmiðakvöld með Guðjóni Bergmann.

Guðjón Bergmann er löngu orðinn landsþekktur fyrir fyrirlestra sína og þykir hann einn besti fyrirlesari landsins.

Á Markmiðakvöldinu mun Guðjón hvetja þátttakendur til að byrja árið á að setja sér skýra stefnu. Markmiðið með kvöldinu er að þátttakendur gangi út með skýrari framtíðarsýn og lista yfir markviss skref sem þeir geta tekið að kvöldinu loknu.
Markmiðakvöldið skiptist í þrennt:

1) Undirbúningur. Hvað er markmiðasetning? Rætt verður um loforð markmiðasetningar og hættur sem henni fylgja.

2) Persónuleg markmiðasetning fyrir öll helstu svið lífsins. Þátttakendur verða leiddir í gegnum markmiðasetninguna og á sama tíma örvaðir hugarfarslega með mikilvægum spurningum og hvetjandi hugmyndum.

3) Úrvinnsla og framkvæmdir.  Hvað gerist næst? Allir þátttakendur skrifa niður hvað þeir geta gert til að taka fyrstu skref í átt að settum markmiðum.

Þátttakendum gefst kostur á að kaupa bókina “Þú ert það sem þú hugsar” sem Guðjón gaf út fyrir jól á tilboði, 1.990 krónur.

Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á [email protected] eða í síma 420-5500
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024