Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Markaður til styrktar systrum með arfgengan sjúkdóm
    Systurnar Helena og Emelía Keilen.
  • Markaður til styrktar systrum með arfgengan sjúkdóm
    Bjarney Rut Jensdóttir.
Miðvikudagur 3. desember 2014 kl. 14:15

Markaður til styrktar systrum með arfgengan sjúkdóm

„Við sem erum í mömmuklúbbi með Rut ákváðum að gera eitthvað til þess styrkja fjölskylduna,“ segir Bjarney Rut Jensdóttir, en hópurinn hefur tekið undir sig eitt af rýmunum í Kjarnanum (hjá Icelandair hótelinu) í Reykjanesbæ næstu þrjá daga. „Þarna verður markaður þar sem seld verða leikföng, fatnaður og ýmislegt annað. Við tökum einnig á móti slíku til að selja og allt sem selst ekki verður gefið til hjálparstöðva þeirra sem minna mega sín.“ 
 
Hafa reynt öll ráð hérlendis
Keflvíkingurinn Rut Þorsteinsdóttir og Chad Keilen eiga fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur. Stúlkurnar, Helena og Emelía, eru með arfgengan sjúkdóm í hvatberum. Sjúkdómur af þessu tagi hefur víðtæk áhrif á líffærastarfsemi og veldur oftast alvarlegum frávikum í starfsemi miðtaugakerfis. Heilsufar systranna hefur verið mjög slæmt síðustu ár vegna tíðrar lungnasýkinga og óviðráðanlegra floga. Fjölskyldan fer erlendis í janúar til meðferðar en öll ráð hafa verið reynd sem í boði eru hér á landi. Þessi ferð er mjög kostnaðarsöm og er eingöngu kostuð af fjölskyldunni.
 
Fyrirtæki hvött til að styrkja
Bjarney Rut segir að á markaðnum muni ríkja sannkölluð Kolaportsstemning og hún hvetur alla sem geta að koma með fatnað og hluti sem hægt yrði að selja. „Svo hvet ég að sjálfsögðu fyrirtæki til að styrkja þessa söfnun með fjárframlögum. Þau geta borist okkur í lokuðum umslögum eða inn á bankareikning sem stofnaður hefur verið í tengslum við söfnunina.“ Þá verður heitt kaffi á könnunni til sölu sem Kaffitár gaf. „Við verðum þarna nýbökuðu mæðurnar með krílin okkar með okkur. Það verður ljúf og góð stemning,“ segir Bjarney Rut. 
 
Opnunartíminn verður á þessa leið: 
Fimmtudagur 4. desember 16:00-19:00
Föstudagur 5. desember 15:00-20:00
Laugardagur 6. desember 12:00-16:00

Hér má finna styrktarsíðu systranna á Facebook. 

Bankaupplýsingarnar eru 542-14-404244, kt. 060504-3850.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024