Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Markaður í dag að Hafnargötu 48a
Laugardagur 12. nóvember 2011 kl. 12:53

Markaður í dag að Hafnargötu 48a

Í dag er markaðstorg í Heilsumiðstöð Birgittu að Hafnargötu 48a í Keflavík. Markaðurinn hófst kl. 11 og stendur til kl. 16.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Að markaðnum standa þær Lilja Íris, Kiddý, Sunna Líf, Helena og Birgitta. Þar eru í boði glæný og notuð föt, íþróttaskór, skór, leikföng, Birgittukrem og margt fleira spennandi.


Heilsumiðstöð Birgittu er beint á móti 10-11 við Hafnargötu og eru allir velkomnir, segir í tilkynningu frá aðstandendum markaðarins, sem verður alla laugardaga fram til jóla.


Myndin: Markaðurinn er í þessu húsi við Hafnargötuna.