Markaðstorgið Skansinn opnar á ný
Já Skansinn er kominn af stað og verður opið allar helgar, laugardaga og sunnudaga frá kl 12-17. Þeir sem hafa áhuga á að leigja bás er bent á að hafa samband í símum 847 3225 og 869 9660 einnig tökum við á móti pöntunum á netfangið [email protected]. Nú er tilvalið að fá sér góðan helgarrúnt með fjölskylduna og kíkja á menninguna hjá okkur, fá sér kaffi og meðlæti, rölta um staðinn og gera frábær kaup.
Það er að færast fjör yfir okkur aftur og básum farið að fjölga á ný, og nóg um að vera.
DVD markaður frá Frístund í fullum gangi, yfir 5 þúsund myndir og aðeins 2 verð í gangi 500-1000 kr
Fisk og kjötmetið frá Sigga í Deplu, flatkökurnar, kartöflurnar og harðfiskurinn ásamt mörgu öðru.
Glænýr fatnaður beint frá Thailandi og mikið úrval af vel með förnum notuðum fatnaði.
Stórkostlegt úrval af gjafa og heilsuvörum frá Ingu og nuddstofunni Betri líðan.
Birna spákona er hjá okkur um helgina og kíkir í spil fyrir þá sem vilja.
Kv. starfsfólk.