Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 2. maí 2001 kl. 09:22

Maríta fræðslustarf

Maríta, fræðslu- og hjálparstarf stendur nú á dögunum fyrir fræðslu í grunnskólum Suðurnesja.
Herferðin byrjaði síðastliðinn mánudag þegar lögreglan, Jón Indriði og Magnús sóttu 10. bekkinga í Sandgerðisskóla heim. Fyrirlesturinn byggist upp á því að unglingunum er súnd mynd þar sem fyrrverandi fíklar segja frá reynslu sinni. Myndin er hugsuð sem „aðvörun þeirra sem lifðu af“, eins og Jón Indriðið orðaði það. Um myndina skapast síðan umræður og krakkarnir fá tækifæri til að spyrja fyrrverandi fíkla um líf þeirra. Fyrirlestrinum lýkur svo með umfjöllun lögreglu um sakavottorð og hvað það þýðir að brjóta lögin. Um kvöldið er foreldum boðið upp á sömu dagskrá.
Að sögn Jón Indriða hefur Maríta verið starfrækt í þrjú ár en auk þess sem starfið felur í sér forvarnir bjóða samtökin hjálp til þeirra sem eru í neyslu. Forvarnastarfið, sem er í samvinnu við félagsmálayfirvöld og lögreglu, á að hvetja krakka til að taka afstöðu og segja nei. „Með því að hafa foreldrum upp á sama fyrirlestur erum við að reyna að skapa umræður inni á heimilunum. Það hefur sýnt sig að það er besta forvörnin“, segir Jón Indriði um leið og hann hvetur foreldra til að mæta og kynna sér fyrirlesturinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024