Maris kynnir hönnun í Om setrinu
Maris, hönnunarklasi Suðurnesja, kynnir hönnun á Suðurnesjum á Ljósanótt í Om setrinu í Kjarna. Þar gefur að líta verk eftir 13 hönnuði sem allir eru þátttakendur í klasanum en áhersla er lögð á fatnað og skart að þessu sinni.
Hönnunarklasi á Suðurnesjum hefur það að markmiði að efla samvinnu og tilraunir hönnuða til að auka samkeppnishæfni þeirra.og styðja við nýsköpun. Klasinn varð til í framhaldi af samstarfi hönnuða í frumkvöðlasetrinu Eldey og má þar nefna kaffihúsakvöld, handverkssýningar og Heklugos sem vakti mikla athygli á þeirri gerjun sem á sér stað í hönnun á Suðurnesjum.
Sjá nánar maris.is og facebook.com/maris