Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Marína Ósk hlaut hvatningarverðlaun Glitnis
Þriðjudagur 5. júní 2007 kl. 11:41

Marína Ósk hlaut hvatningarverðlaun Glitnis

Skólaslit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fóru fram í Kirkjulundi síðastliðið fimmtudagskvöld fyrir troðfullu húsi.
Dagskrá skólaslitanna var mjög fjölbreytt og samanstóð af glæsilegum tónlistaratriðum fluttum af nemendum og kennurum, afhendingu prófskírteina o.fl.
Alls voru afhent 46 fullgild prófskírteini, áfangapróf, stigspróf sem ekki eru í áfangakerfinu og Suzukipróf. Þetta er mesti fjöldi prófskírteina frá því hið nýja áfangaprófakerfi var tekið upp af menntamálaráðuneytinu.

Einn nemandi, Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottnemandi, brautskráðist frá skólanum með fullgilt framhaldspróf og hyggur hún á framhaldsnám erlendis næsta haust.
Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri flutti erindi, sem m.a. var yfirlit yfir mjög svo umfangsmikla starfsemi skólans á skólaárinu.

Hvatningarverðlaun Glitnis-banka í Reykjanesbæ, voru veitt í annað sinn og var það Marína Ósk Þórólfsdóttir sem hlaut þau. Það var Sighvatur Ingi Gunnarsson, viðskiptastjóri, fulltrúi útibússtjóra, sem veitti viðurkenninguna.

Mynd: Sighvatur Ingi Gunnarsson, viðskiptastjóri  hjá Glitni afhenti  Marínu Ósk hvatningarverðlaunin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024