Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

María Tinna gerir góða hluti á dansgólfinu
María Tinna og Gylfi Már. Mynd úr einkasafni.
Miðvikudagur 15. febrúar 2017 kl. 10:02

María Tinna gerir góða hluti á dansgólfinu

María Tinna Hauksdóttir 14 ára úr Njarðvíkunum, ásamt dansfélaga sínum Gylfa Má Hrafnssyni, hefur staðið sig með mikilli prýði í samkvæmisdönsum síðustu tvær vikur.
 
Á Reykjarvíkurleikunum sigraði hún bæði ballroom dansa og latin dansa í flokki unglinga 2 og svo núna um helgina varð hún Íslandsmeistari í latin dönsum með því að sigra alla 5 dansana og Bikarmeistari í ballroom dönsum og sigraði hún einnig þar alla 5 dansana.
 
Hún tryggði sæti sitt í landsliði Íslands fyrir árið 2017 með þessum árangri.
 
Mikið er framundan hjá henni en núna eru María Tinna á leið til Kaupmannahafnar að keppa í Copenhagen open og svo er þétt dagskrá eftir það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024