Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 12:38

María Ellingsen og Salka Valka í Keflavík

María Ellingsen, leikkona kom á bókasafnið í Keflavík 25. janúar s.l. og fjallaði um bókina Sölku Völku eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness og tilurð samnefndrar leikrits sem Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir um þessar mundir með Maríu í aðalhlutverki. Íslenskufræðingarnir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson og María Björk Kristjánsdóttir lögðu einnig ýmislegt til málanna og röktu garnirnar úr Maríu um leikgerðina og söguna af henni Sölku Völku. Heimsókn Maríu var hluti af bókmenntakynningaverkefni sem Miðstöð símennntunar á Suðurnesjum vinnur að ásamt bókasafninu og Menningar- og safnaráði. Kvöldið þótti heppnast afar vel og full ástæða til að bjóða upp á fleiri slík kvöld. Í lok febrúar mun Marja Baldursdóttir rithöfundur því heimsækja bókasafnið og Guðbergur Bergsson kemur í mars.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024