Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margvíslegar sýningar á Listatorgi
Fimmtudagur 30. ágúst 2007 kl. 12:48

Margvíslegar sýningar á Listatorgi

Fjölmargir listamenn opna Ljósanætursýningar sínar við Listatorg, Hafanargötu 2 í dag.

Í Svarta Pakkhúsinu er samsýning ýmissa listamanna úr Félagi Myndlistamanna í Reykjanesbæ.

Í Fischersbúð eru tvær sýningar. Portmegin sýnir Gallerý Björg, félag handverksfólks margs konar handverk og götumegin sýnir Hjördís Hafnfjörð glermuni og Magdalena Sirrý sýnir textílverk.

Á Svarta Lofti, efri hæð Svarta Pakkhússins er Zig - Zag, alþjóðleg myndlistarsýning þar sem 35 listamenn frá 7 löndum sýna fjölbreytt verk.  Sýningarstjóri er Guðmundur Rúnar Lúðvíksson.

Í HF-húsinu gamla, Vetrarsal Golfklúbbs Suðurnesja, eru fimm sýningarsalir þar sem eftirtaldir listamenn sýna.

Sigríður Rósinkarsdóttir, vatnslitir
Björgvin Guðnason, grafík
Sigrún Sigurðardóttir, olía
Ásta Árnadóttir, vatnslitir
Björg Strömme, vatnslitir
Maren Sofie Strömme, akrýl
Tone Nordahl- Pedersen, gler
Kristján Carlsson Gränz, ljósmyndir
Voga-Akademían, samsýning
Nemendur Voga-Akademíunar sýna myndverk frá liðnu starfsári undir handleiðslu Eyþórs Stefánssonar í HB-salnum .Gengið er inn úr porti Svarta pakkhússins við Hafnargötuna

Í Vélasalnum í horni portsins við Svarta Pakkhúsið sýnir Daníel Sigmundsson tréskurð og Þorbjörn Einar, Bjössi Graff, sýnir graffítiverk í portinu.

Á sviðinu í Svarta Pakkhúsportinu verður einnig glæsileg tónlistardagskrá á laugardeginum. hún er sem hér segir:

14:00  Tískusýning frá Færeyjum og versluninni Kóda

14:30  Harmonikkuunnendur

15:00  Veraldarvinir, dans og tónlist

15:30  Gospellkór Suðurnesja

16:00  Ljóðalestur, Stjáni Meik

16:30  Kvennakór Suðurnesja

17:00  Veraldarvinir, dans og tónlist

17:30  Karlakór Suðurnesja

Mynd: Ásta Árnadóttir, ein af listafólkinu sem sýnir í HF-Húsunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024